top of page

Um okkur

Orange-RGB.png

NSTF er skammstöfun og stendur fyrir nálgun, skynjun, tækni og færni. 

Fjögur hugtök sem við byggjum starf okkar og þjálfun á. 

Heildstæð nálgun svo að þú náir árangri.

Þjálfarar

Ólafur Geir Ottósson

Þjálfari

Sími.    696-7380

E-mail  olafur@nstf.is

Viðurkenndur ACE einkaþjálfari (American Council on Exercise)

Heilsunuddari

Einka- hópa- og fjarþjálfun. 

Tækja- og æfingakennsla.

Tæknileg tækja- og æfingakennsla.

Þjálfa með heildstæðri nálgun og legg mikla áherslu á að kenna undirstöðuatriði, tæknilega beitingu og tengingu hugar og líkama. Legg einnig mikið upp úr góðu formi og að viðskiptavinir auki þekkingu sína og skilning á því sem verið er að gera hverju sinni. Markmið mitt er að kenna ekki síður en þjálfa og ég vil gefa fólki kost á því að öðlast aukið sjálfstæði og færni. Vil leggja góðan grunn að meira krefjandi þjálfun. 

Hef persónulega reynslu af því að stunda krefjandi líkamsrækt með tilliti til sykursýki týpu 2, sáraristilbólgu og astma. 

Þórey Helena Guðbrandsdóttir

Þjálfari

Sími:     662-5956

E-mail   thorey@nstf.is

Einka- hópa- og fjarþjálfun. ATH: Ekkert laust í einkaþjálfun eins og stendur.

Tek að mér konur á öllum aldri og býð upp á einka og fjarþjálfun. Ég legg mikið upp úr styrktarþjálfun með áherslu á að kenna rétta beitingu og gott form. Þjálfunin mín byggist á alhliða heilbrigði þar sem æfingar, næring og andleg líðan skipar allt sinn sess. Hef reynslu af því að vinna með konum með stoðkerfisvandamál þar sem ég legg mikið upp úr réttri líkamsbeitingu.

Þjálfa í World Class

Please reload

bottom of page